Charles Oakley, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er ekki lengur velkomin á heimavöll liðsins, Madison Square Garden.
Oakley var vísað úr húsi og handtekinn aðfaranótt fimmtudags eftir að hafa lent í útistöðum við öryggisverði á leik Knicks og Los Angeles Clippers.
Oakley er lítill aðdáandi James Dolan, eiganda Knicks, en átökin á fimmtudaginn hófust þegar Oakley gerði hróp að Dolan.
Dolan hefur nú greint frá því að Oakley megi ekki koma lengur í MSG um óákveðinn tíma. Dolan rak einnig yfirmann öryggisgæslu í MSG í kjölfar atviksins á fimmtudaginn.
Oakley, sem er 53 ára, lék við góðan orðstír með Knicks á árunum 1988-98. Á þeim tíma komst Knicks í úrslit NBA-deildarinnar 1994 þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets.

