Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 78-71 | KR bikarmeistari annað árið í röð Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:00 KR-ingar lyfta bikarnum. vísir/andri marinó KR er Maltbikarmeistari karla eftir sigur á Þór Þ. í úrslitaleik, 78-71. Þetta er annað árið í röð sem KR verður bikarmeistari og í tólfta sinn alls. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari jafnoft og KR.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Aðeins einu stigi munaði á liðunum í hálfleik, 35-34, en KR tók völdin í 3. leikhluta sem liðið vann 26-12. Þórsarar komu með kröftugt áhlaup undir lokin og minnkuðu muninn í fimm stig. Nær komust þeir hins vegar ekki og KR fagnaði sigri, 78-71. Philip Alawoya var atkvæðamestur í liði KR með 23 stig og 18 fráköst. Tobin Carberry skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Þórs.KR-Þór Þ. 78-71 (16-18, 19-16, 26-12, 17-25)KR: Philip Alawoya 23/18 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 19/8 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4, Brynjar Þór Björnsson 2.Þór Þ.: Tobin Carberry 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 15/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10, Halldór Garðar Hermannsson 7.Darri Hilmarsson skorar auðveld tvö stig.vísir/andri marinóAfhverju vann KR? Bikarmeistararnir voru ekki að spila frábærlega í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta kviknaði neisti í liðinu og þá fór allt í gang. Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij settu í gírinn og allir fylgdu með. Það var ekki bara að þeir voru að spila vel heldur kom gífurleg stemning með þeim. KR-ingar unnu þriðja leikhlutann, 26-12, og lögðu þar grunninn að sigrinum. Varnarleikurinn var virkilega þéttur og fékk liðið framlag frá öllum. Stemningin var sú mesta hjá liðinu allt tímabilið og þegar KR spilar svona verður erfitt að stöðva þá. Það gefur að gefa Þórsliðinu það, að það gefst aldrei upp og gerði þetta að leik undir lokin. Í stöðunni 76-71 fengu Þórsarar tvö opin skot en klikkuðu á ögurstundu. KR-liðið fór aðeins að verja forskotið undir lokin og var næstum refsað en sigurinn sanngjarn.Bestu leikmenn vallarins Jón Arnór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 19 stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar. Besti körfuboltamaður Íslands var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins fjögur stig en hann var nær óstöðvandi í þeim síðari. Bandaríski miðherjinn Philip Alowoya er að koma vel inn í KR-liðið. Hann er ekkert að flækja hlutina heldur skorar bara sín stig og tekur ógrynni frákasta. Hann er ekkert fyrir stórstjörnunum í KR-liðinu heldur er bara ógn í frákastabaráttunni og þá getur hann skotið. Hann skoraði 23 stig og tók 18 fráköst. Tobin Carberry hélt svo Þórsliðinu á floti með 29 stigum, átta fráköstum og níu stoðsendingum en hann spilaði virkilega vel og skoraði margar mikilvægar körfur sem komu Þórsurum aftur inn í leikinn.Tölfræðin sem vakti athygli KR-ingar tóku á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess síðari. Bikarmeistararnir skoruðu 29 stig á móti níu hjá Þór en þessi sprettur lagði grunninn að sigrinum. Alowoya skoraði tólf stig á þessum kafla og Jón Arnór ellefu stig. Báðir skoruðu meira en allt Þórsliðið á þessum ellefu mínútum. Saman voru þeir með 23 stig af 29 á þessum spretti. Frákastabaráttuna vann KR, 57-36. Alowoya fór hamförum undir körfunni og tók 18 fráköst, þar af tíu sóknarfráköst sem skiluðu sér líka í stigum fyrir KR-liðið. KR skoraði í heildina 16 stig eftir að taka sóknarfrákast en Þórsarar voru aðeins með tvö stig eftir sóknir þar sem þeir tóku sóknarfrákast.Tobin Carberry spilaði frábærlega.vísir/andri marinóTobin: Stoltur af strákunum "Það kom þarna tímapunktur í seinni hálfleiknum sem fór með þetta hjá okkur," sagði sársvekktur Tobin Carberry, leikmaður Þórs, er blaðamaður settist við hlið hans á varamannabekk liðsins þar sem hann sat súr með silfrið eftir leik. Tobin var langbesti leikmaður Þórs í leiknum og mátti ekki miklu muna að hann kæmi liðinu aftur inn í þetta undir lokin en á endanum var það KR sem stóð uppi sem sigurvegari. "Við gerðum vel í að komast aftur inn í leikinn en við hefðum getað framkvæmt suma hluti betur. Ég óska bara KR til hamingju," sagði hann. Þórsararnir lentu mest þrettán stigum undir í fjórða leikhluta en komust aftur inn í leikinn undir lokin. "Við erum baráttumenn en nýi Kaninn þeirra var erfiður undir körfunni. Hann er svakalegur frákastari. Tók hann ekki 20 fráköst í dag? Við höldum samt alltaf áfram og munum gera það þar til leiktíðinni er lokið," sagði Tobin. "Ég er stoltur af strákunum þrátt fyrir tapið. Við spiluðum vel í erfiðum leik á móti Grindavík í vikunni og reyndum okkar besta hér. Við erum með ungt lið sem lagði allt í sölurnar og í framtíðinni verða þessir ungu menn bara enn betri og tilbúnari," sagði Tobin CarberryPavel fagnar eftir leik.vísir/andri marinóPavel: Beðið eftir þessu í allan fokking vetur Pavel Ermolinskij var eðlilega kátur og glaður þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik þar sem hann var að spjalla við KR-inga í stúkunni. KR-liðið var ekkert að spila neitt stórkostlega í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta fór allt í gang. Hvað gerðist þar? "Það sem við erum búnir að vera fokking bíða eftir í allan vetur; þessi litla stund sem kveikir í okkur. Eitthvað smá spark. Það kom í þriðja leikhlutanum. Við reyndum að klúðra þessu í fjórða leikhluta en það var þessi neisti í þeim þriðja sem skilaði þessu," sagði Pavel sem sjálfur fór í gang eftir að fá tæknivillu í þriðja leikhluta. "Tæknivillan var bara óheppilegt atvik. Það var kannski eitthvað atvik sem sneri þessu. Kannski var það þessi karfa sem ég skoraði þarna eftir tæknivilluna. Við vorum alltaf að bíða eftir þessu eina atviki. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessari stund í allan fokking vetur. Þessari stund sem fær okkur til að brosa og gera eitthvað." Pavel og Jón Arnór héldu uppi stemningunni í KR-liðinu með látum auk þess sem að þeir spiluðu vel. Pavel viðurkennir að þetta hefur vantað upp á í vetur. "Þetta byrjar hjá okkur tveimur. Við Jón höfum kannski ekki verið að spila alveg eins og við viljum. Þegar við bætum því við smá andleysi þá er erfitt fyrir strákana að horfa upp á þetta. Við Jón töluðum um það að það minnsta sem við getum gert er að kveikja í mönnum þó við séum ekki að spila vel," sagði Pavel sem stefnir nú á Íslandsmeistaratitilinn. "Við erum með besta liðið á landinu, það þarf ekkert að ræða það frekar. Við þurfum ekkert að sanna það aftur og aftur. Þetta er búið að vera eitthvað andlegt hjá okkur. Við vildum finna þennan neista og bikarúrslitaleikurinn var rétti staðurinn til þess að byrja," sagði Pavel Ermolinskij.Jón Arnór á flugi í dag.vísir/andri marinóJón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag og það skiptir hann miklu máli. Hann var einnig valinn maður leiksins í sínum fyrsta bikarsigri. "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.Magic Baginski sækir að körfu KR.vísir/andri marinóFinnur "sem allt vinnur" Stefánsson, þjálfari KR, heldur áfram að safna titlum.vísir/andri marinóEinar Árni Jóhannsson er búinn að tapa tvö ár í röð í úrslitum fyrir KR.vísir/andri marinó Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
KR er Maltbikarmeistari karla eftir sigur á Þór Þ. í úrslitaleik, 78-71. Þetta er annað árið í röð sem KR verður bikarmeistari og í tólfta sinn alls. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari jafnoft og KR.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Aðeins einu stigi munaði á liðunum í hálfleik, 35-34, en KR tók völdin í 3. leikhluta sem liðið vann 26-12. Þórsarar komu með kröftugt áhlaup undir lokin og minnkuðu muninn í fimm stig. Nær komust þeir hins vegar ekki og KR fagnaði sigri, 78-71. Philip Alawoya var atkvæðamestur í liði KR með 23 stig og 18 fráköst. Tobin Carberry skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Þórs.KR-Þór Þ. 78-71 (16-18, 19-16, 26-12, 17-25)KR: Philip Alawoya 23/18 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 19/8 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4, Brynjar Þór Björnsson 2.Þór Þ.: Tobin Carberry 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 15/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10, Halldór Garðar Hermannsson 7.Darri Hilmarsson skorar auðveld tvö stig.vísir/andri marinóAfhverju vann KR? Bikarmeistararnir voru ekki að spila frábærlega í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta kviknaði neisti í liðinu og þá fór allt í gang. Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij settu í gírinn og allir fylgdu með. Það var ekki bara að þeir voru að spila vel heldur kom gífurleg stemning með þeim. KR-ingar unnu þriðja leikhlutann, 26-12, og lögðu þar grunninn að sigrinum. Varnarleikurinn var virkilega þéttur og fékk liðið framlag frá öllum. Stemningin var sú mesta hjá liðinu allt tímabilið og þegar KR spilar svona verður erfitt að stöðva þá. Það gefur að gefa Þórsliðinu það, að það gefst aldrei upp og gerði þetta að leik undir lokin. Í stöðunni 76-71 fengu Þórsarar tvö opin skot en klikkuðu á ögurstundu. KR-liðið fór aðeins að verja forskotið undir lokin og var næstum refsað en sigurinn sanngjarn.Bestu leikmenn vallarins Jón Arnór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 19 stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar. Besti körfuboltamaður Íslands var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins fjögur stig en hann var nær óstöðvandi í þeim síðari. Bandaríski miðherjinn Philip Alowoya er að koma vel inn í KR-liðið. Hann er ekkert að flækja hlutina heldur skorar bara sín stig og tekur ógrynni frákasta. Hann er ekkert fyrir stórstjörnunum í KR-liðinu heldur er bara ógn í frákastabaráttunni og þá getur hann skotið. Hann skoraði 23 stig og tók 18 fráköst. Tobin Carberry hélt svo Þórsliðinu á floti með 29 stigum, átta fráköstum og níu stoðsendingum en hann spilaði virkilega vel og skoraði margar mikilvægar körfur sem komu Þórsurum aftur inn í leikinn.Tölfræðin sem vakti athygli KR-ingar tóku á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess síðari. Bikarmeistararnir skoruðu 29 stig á móti níu hjá Þór en þessi sprettur lagði grunninn að sigrinum. Alowoya skoraði tólf stig á þessum kafla og Jón Arnór ellefu stig. Báðir skoruðu meira en allt Þórsliðið á þessum ellefu mínútum. Saman voru þeir með 23 stig af 29 á þessum spretti. Frákastabaráttuna vann KR, 57-36. Alowoya fór hamförum undir körfunni og tók 18 fráköst, þar af tíu sóknarfráköst sem skiluðu sér líka í stigum fyrir KR-liðið. KR skoraði í heildina 16 stig eftir að taka sóknarfrákast en Þórsarar voru aðeins með tvö stig eftir sóknir þar sem þeir tóku sóknarfrákast.Tobin Carberry spilaði frábærlega.vísir/andri marinóTobin: Stoltur af strákunum "Það kom þarna tímapunktur í seinni hálfleiknum sem fór með þetta hjá okkur," sagði sársvekktur Tobin Carberry, leikmaður Þórs, er blaðamaður settist við hlið hans á varamannabekk liðsins þar sem hann sat súr með silfrið eftir leik. Tobin var langbesti leikmaður Þórs í leiknum og mátti ekki miklu muna að hann kæmi liðinu aftur inn í þetta undir lokin en á endanum var það KR sem stóð uppi sem sigurvegari. "Við gerðum vel í að komast aftur inn í leikinn en við hefðum getað framkvæmt suma hluti betur. Ég óska bara KR til hamingju," sagði hann. Þórsararnir lentu mest þrettán stigum undir í fjórða leikhluta en komust aftur inn í leikinn undir lokin. "Við erum baráttumenn en nýi Kaninn þeirra var erfiður undir körfunni. Hann er svakalegur frákastari. Tók hann ekki 20 fráköst í dag? Við höldum samt alltaf áfram og munum gera það þar til leiktíðinni er lokið," sagði Tobin. "Ég er stoltur af strákunum þrátt fyrir tapið. Við spiluðum vel í erfiðum leik á móti Grindavík í vikunni og reyndum okkar besta hér. Við erum með ungt lið sem lagði allt í sölurnar og í framtíðinni verða þessir ungu menn bara enn betri og tilbúnari," sagði Tobin CarberryPavel fagnar eftir leik.vísir/andri marinóPavel: Beðið eftir þessu í allan fokking vetur Pavel Ermolinskij var eðlilega kátur og glaður þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik þar sem hann var að spjalla við KR-inga í stúkunni. KR-liðið var ekkert að spila neitt stórkostlega í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta fór allt í gang. Hvað gerðist þar? "Það sem við erum búnir að vera fokking bíða eftir í allan vetur; þessi litla stund sem kveikir í okkur. Eitthvað smá spark. Það kom í þriðja leikhlutanum. Við reyndum að klúðra þessu í fjórða leikhluta en það var þessi neisti í þeim þriðja sem skilaði þessu," sagði Pavel sem sjálfur fór í gang eftir að fá tæknivillu í þriðja leikhluta. "Tæknivillan var bara óheppilegt atvik. Það var kannski eitthvað atvik sem sneri þessu. Kannski var það þessi karfa sem ég skoraði þarna eftir tæknivilluna. Við vorum alltaf að bíða eftir þessu eina atviki. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessari stund í allan fokking vetur. Þessari stund sem fær okkur til að brosa og gera eitthvað." Pavel og Jón Arnór héldu uppi stemningunni í KR-liðinu með látum auk þess sem að þeir spiluðu vel. Pavel viðurkennir að þetta hefur vantað upp á í vetur. "Þetta byrjar hjá okkur tveimur. Við Jón höfum kannski ekki verið að spila alveg eins og við viljum. Þegar við bætum því við smá andleysi þá er erfitt fyrir strákana að horfa upp á þetta. Við Jón töluðum um það að það minnsta sem við getum gert er að kveikja í mönnum þó við séum ekki að spila vel," sagði Pavel sem stefnir nú á Íslandsmeistaratitilinn. "Við erum með besta liðið á landinu, það þarf ekkert að ræða það frekar. Við þurfum ekkert að sanna það aftur og aftur. Þetta er búið að vera eitthvað andlegt hjá okkur. Við vildum finna þennan neista og bikarúrslitaleikurinn var rétti staðurinn til þess að byrja," sagði Pavel Ermolinskij.Jón Arnór á flugi í dag.vísir/andri marinóJón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag og það skiptir hann miklu máli. Hann var einnig valinn maður leiksins í sínum fyrsta bikarsigri. "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.Magic Baginski sækir að körfu KR.vísir/andri marinóFinnur "sem allt vinnur" Stefánsson, þjálfari KR, heldur áfram að safna titlum.vísir/andri marinóEinar Árni Jóhannsson er búinn að tapa tvö ár í röð í úrslitum fyrir KR.vísir/andri marinó
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira