Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 26-18 | Bikarmeistararnir fóru örugglega í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 10. febrúar 2017 21:15 Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fimm mörk. vísir/anton Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“ Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“
Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti