Quincy Hankins Cole: Ghetto Hooligans gera leikina miklu auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 19:30 Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira