BANK BANK Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Kom inn.“ „Ég kem ekkert inn, komdu út, eins og skot.“ „Kári Stefánsson! Já blessaður, gaman að sjá þig.“ „Það er ekkert gaman að sjá þig. Hvað á það að þýða að skrifa svona bakþanka um mig?“ „Ég var bara að spyrja hvort það væri ekki skrýtið að þú hefðir alltaf sagt að gögnin um genin okkar væru órekjanleg og svo eru þau rekjanleg, ég skildi þetta ekki.“ „Nei, þú skilur nefnilega ekki neitt, þú ert ekkert skárri en þessi Sigríður Andersen.“ „Ókei, en svo skildi ég heldur ekki hvernig eitthvert amerískt fyrirtæki á ykkur en samt eigið þið gögnin um okkur. Ég var nú bara að skrifa um það.“ „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér. Ég er búinn að skrifa fleiri vísindagreinar en nokkur annar, með hæsta birtingastuðul í heimi. Veistu hvað Bjarni Ben er með, ha? Hann er með núll, hann veit ekkert. Og þessi Andersen dama, ég tala nú ekki um hana. En þú skilur ekki neitt, ég er með næstum 5 háskólagráður og þú heldur að þú getir bara vaðið á skítugum skónum og skrifað svona, ég meina, hver ertu eiginlega?“ „Ég er bara ég, en viltu ekki koma inn, við getum ekki staðið hérna úti það er ískalt og allt hverfið heyrir í þér.“ „Farðu bara sjálf inn og hættu að skrifa eins og...“ „Allt í lagi, ég skal skrifa um eitthvað annað, hesta kannski?“ „Já það væri fínt, hestar eru góðir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Kom inn.“ „Ég kem ekkert inn, komdu út, eins og skot.“ „Kári Stefánsson! Já blessaður, gaman að sjá þig.“ „Það er ekkert gaman að sjá þig. Hvað á það að þýða að skrifa svona bakþanka um mig?“ „Ég var bara að spyrja hvort það væri ekki skrýtið að þú hefðir alltaf sagt að gögnin um genin okkar væru órekjanleg og svo eru þau rekjanleg, ég skildi þetta ekki.“ „Nei, þú skilur nefnilega ekki neitt, þú ert ekkert skárri en þessi Sigríður Andersen.“ „Ókei, en svo skildi ég heldur ekki hvernig eitthvert amerískt fyrirtæki á ykkur en samt eigið þið gögnin um okkur. Ég var nú bara að skrifa um það.“ „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér. Ég er búinn að skrifa fleiri vísindagreinar en nokkur annar, með hæsta birtingastuðul í heimi. Veistu hvað Bjarni Ben er með, ha? Hann er með núll, hann veit ekkert. Og þessi Andersen dama, ég tala nú ekki um hana. En þú skilur ekki neitt, ég er með næstum 5 háskólagráður og þú heldur að þú getir bara vaðið á skítugum skónum og skrifað svona, ég meina, hver ertu eiginlega?“ „Ég er bara ég, en viltu ekki koma inn, við getum ekki staðið hérna úti það er ískalt og allt hverfið heyrir í þér.“ „Farðu bara sjálf inn og hættu að skrifa eins og...“ „Allt í lagi, ég skal skrifa um eitthvað annað, hesta kannski?“ „Já það væri fínt, hestar eru góðir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun