Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2017 19:00 Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30