Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2017 19:00 Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30