Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 12:30 Ingi Þór Steinþórsson skilur að menn þurfi frí en finnst tímapunkturinn skrítinn. vísir/ernir „Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30