Óskarinn áfram á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Anton Rúnarsson og Orri Freyr Gíslason lyfta Coca Cola-bikarnum eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik. Valsmenn vörðu þar með bikarmeistaratitilinn en þeir hafa alls tíu sinnum orðið bikarmeistarar, oftast allra liða. vísir/andri marinó Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“ Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira