Bernie Sanders skýtur fast á Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira