Trump lofar einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 23:30 Trump heilsar að hermannasið. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15
Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56
CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20
Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00