Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 20-19 | Valsmenn áfram eftir dramatískan sigur Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 24. febrúar 2017 14:22 Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“ Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“
Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti