Top Gear stikla – Magnaðir bílar Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 11:15 Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent