Top Gear stikla – Magnaðir bílar Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 11:15 Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent
Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent