Skuldafangelsi Hörður Ægisson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Það er ekkert sumar án þess að skuldavandi Grikklands komist í kastljós alþjóðlegra fjölmiðla. Á því verður engin breyting í ár. Þótt lítið hafi verið um fréttir af efnahagsvandræðum Grikkja síðustu misseri þá er það ekki til marks um að mikið hafi áunnist í að vinna bug á ósjálfbærri skuldastöðu ríkisins. Öðru nær. Skuldir gríska ríkisins eru um 180 prósent af landsframleiðslu en samkvæmt AGS gæti skuldahlutfallið, komi ekki til verulegra afskrifta, orðið hátt í 300 prósent á næstu áratugum. Grísk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við lánveitendur sína um framhald á frekari fjárhagsaðstoð. Í júlí þarf ríkið um sjö milljarða evra til að standa í skilum á afborgunum og geta þannig velt skuldabagganum áfram enn um sinn. Forystumenn á evrusvæðinu hafa sagt að fyrirgreiðslan sé háð því að Grikkir ráðist í enn meiri aðhaldsaðgerðir og efnahagsumbætur í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs. AGS hefur tekið undir með grískum stjórnvöldum um eftirgjöf skulda eigi sjóðnum að vera fært að taka þátt í frekari lánveitingum til Grikklands. Ráðamenn Þýskalands eru á öðru máli og útiloka að skuldir Grikklands verði afskrifaðar. Hinar miklu skuldir Grikkja eru nánast alfarið við opinbera aðila, einkum stærstu ríki evrusvæðisins. Í aðdraganda kosninga á komandi sex mánuðum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi er ljóst að pólitískur ómöguleiki er fyrir stjórnmálamenn þessara ríkja að samþykkja eftirgjöf gagnvart kröfum Grikkja. Að óbreyttu er því ekkert lát á áframhaldandi efnahagsþrengingum Grikkja, fastir í spennutreyju evrunnar. Stofnun myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið er í dag aðeins fjarlægur draumur. Þótt ójafnvægi á greiðslujöfnuði aðildarríkja evrunnar hafi verið fyrir hendi allt frá því að hún var fyrst kynnt til sögunnar þá skapaði þetta ekki vandamál fyrr en alþjóðlega fjármálakreppan skall á 2008. Fram að því voru fjárfestar reiðubúnir að fjármagna viðskiptahalla margra evruríkja, meðal annars Grikklands, á lágum vöxtum. Sá tími er liðinn. Skuldahrjáðustu evruríkin hafa þess í stað verið háð því að seðlabankar þeirra fái fjármögnun í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, betur þekkt sem Target2. Gríðarmiklum viðskiptaafgangi Þýskalands á undanförnum árum hefur að mestu verið ráðstafað til að fjármagna seðlabanka þessara sömu ríkja í gegnum Target2 kerfið. Þannig nemur krafa seðlabanka Þýskalands á Evrópska seðlabankann í dag um 800 milljörðum evra, sem er að stórum hluta jafnframt óbeint krafa á seðlabanka Grikklands, og hefur aldrei verið meiri. Sú stefna sem Þjóðverjar hafa rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þá munu Þjóðverjar vakna upp við vondan draum þegar þeir þurfa að afskrifa kröfur sínar á Evrópska seðlabankann að verulegu leyti samhliða því að Grikkir kasta evrunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun
Það er ekkert sumar án þess að skuldavandi Grikklands komist í kastljós alþjóðlegra fjölmiðla. Á því verður engin breyting í ár. Þótt lítið hafi verið um fréttir af efnahagsvandræðum Grikkja síðustu misseri þá er það ekki til marks um að mikið hafi áunnist í að vinna bug á ósjálfbærri skuldastöðu ríkisins. Öðru nær. Skuldir gríska ríkisins eru um 180 prósent af landsframleiðslu en samkvæmt AGS gæti skuldahlutfallið, komi ekki til verulegra afskrifta, orðið hátt í 300 prósent á næstu áratugum. Grísk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við lánveitendur sína um framhald á frekari fjárhagsaðstoð. Í júlí þarf ríkið um sjö milljarða evra til að standa í skilum á afborgunum og geta þannig velt skuldabagganum áfram enn um sinn. Forystumenn á evrusvæðinu hafa sagt að fyrirgreiðslan sé háð því að Grikkir ráðist í enn meiri aðhaldsaðgerðir og efnahagsumbætur í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs. AGS hefur tekið undir með grískum stjórnvöldum um eftirgjöf skulda eigi sjóðnum að vera fært að taka þátt í frekari lánveitingum til Grikklands. Ráðamenn Þýskalands eru á öðru máli og útiloka að skuldir Grikklands verði afskrifaðar. Hinar miklu skuldir Grikkja eru nánast alfarið við opinbera aðila, einkum stærstu ríki evrusvæðisins. Í aðdraganda kosninga á komandi sex mánuðum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi er ljóst að pólitískur ómöguleiki er fyrir stjórnmálamenn þessara ríkja að samþykkja eftirgjöf gagnvart kröfum Grikkja. Að óbreyttu er því ekkert lát á áframhaldandi efnahagsþrengingum Grikkja, fastir í spennutreyju evrunnar. Stofnun myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið er í dag aðeins fjarlægur draumur. Þótt ójafnvægi á greiðslujöfnuði aðildarríkja evrunnar hafi verið fyrir hendi allt frá því að hún var fyrst kynnt til sögunnar þá skapaði þetta ekki vandamál fyrr en alþjóðlega fjármálakreppan skall á 2008. Fram að því voru fjárfestar reiðubúnir að fjármagna viðskiptahalla margra evruríkja, meðal annars Grikklands, á lágum vöxtum. Sá tími er liðinn. Skuldahrjáðustu evruríkin hafa þess í stað verið háð því að seðlabankar þeirra fái fjármögnun í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, betur þekkt sem Target2. Gríðarmiklum viðskiptaafgangi Þýskalands á undanförnum árum hefur að mestu verið ráðstafað til að fjármagna seðlabanka þessara sömu ríkja í gegnum Target2 kerfið. Þannig nemur krafa seðlabanka Þýskalands á Evrópska seðlabankann í dag um 800 milljörðum evra, sem er að stórum hluta jafnframt óbeint krafa á seðlabanka Grikklands, og hefur aldrei verið meiri. Sú stefna sem Þjóðverjar hafa rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þá munu Þjóðverjar vakna upp við vondan draum þegar þeir þurfa að afskrifa kröfur sínar á Evrópska seðlabankann að verulegu leyti samhliða því að Grikkir kasta evrunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun