Fyrirsæta með hijab slær í gegn á tískuvikunni í Mílanó Ritstjórn skrifar 23. febrúar 2017 14:30 Stórglæsileg fyrirsæta sem mun ná langt í framtíðinni. Myndir/Getty Fyrir þremur mánuðum var Halima Aden fyrsta konan með Hijab til þess að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss USA. Svo á tískuvikunni í New York sýndi hún í fyrsta sinn á tískuvikunni í New York þegar hún sýndi fyrir Yeezy Season 5. Nú er hún komin yfir til Mílanó þar sem hún er bæði búin að sýna fyrir bæði Max Mara og Alberta Ferretti. Ekki nóg með það þá er hún einnig á einni af forsíðu hátíðarútgáfu CR Fashion Book. Í tímaritinu tekur engin önnur er ofurfyrirsætan Iman viðtal við hana. Halima segir að hún vilji vera fyrirmynd fyrir konur sem ganga með Hijab, enda lítið um fjölbreytni hvað það varðar í tískuheiminum. Það er greinilegt að henni sé að takast áætlunarverk sitt enda strax orðin eftirsótt innan tískuheimsins. Nú er bara að vona að fleiri ungar konur í sömu sporum og Halima fái að láta ljós sitt skína á tískupöllunum.Halima sýndi fyrir Max Mara í gær.Mynd/GettyHún sýndi einnig fyrir Alberta Ferretti á tískuvikunni í París.Mynd/GettyHalima prýðir einnig eina forsíðu af hátíðarútgáfu CR Fashion Book. Mest lesið Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Snyrtivöruóðir Íslendingar elska að versla á netinu Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Bestu tískuaugnablik Kings of Leon Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Allt það besta frá tískuvikunni í London Glamour Töffaraleg götutíska fyrir Valentino sýninguna Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour
Fyrir þremur mánuðum var Halima Aden fyrsta konan með Hijab til þess að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss USA. Svo á tískuvikunni í New York sýndi hún í fyrsta sinn á tískuvikunni í New York þegar hún sýndi fyrir Yeezy Season 5. Nú er hún komin yfir til Mílanó þar sem hún er bæði búin að sýna fyrir bæði Max Mara og Alberta Ferretti. Ekki nóg með það þá er hún einnig á einni af forsíðu hátíðarútgáfu CR Fashion Book. Í tímaritinu tekur engin önnur er ofurfyrirsætan Iman viðtal við hana. Halima segir að hún vilji vera fyrirmynd fyrir konur sem ganga með Hijab, enda lítið um fjölbreytni hvað það varðar í tískuheiminum. Það er greinilegt að henni sé að takast áætlunarverk sitt enda strax orðin eftirsótt innan tískuheimsins. Nú er bara að vona að fleiri ungar konur í sömu sporum og Halima fái að láta ljós sitt skína á tískupöllunum.Halima sýndi fyrir Max Mara í gær.Mynd/GettyHún sýndi einnig fyrir Alberta Ferretti á tískuvikunni í París.Mynd/GettyHalima prýðir einnig eina forsíðu af hátíðarútgáfu CR Fashion Book.
Mest lesið Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Snyrtivöruóðir Íslendingar elska að versla á netinu Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Bestu tískuaugnablik Kings of Leon Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Allt það besta frá tískuvikunni í London Glamour Töffaraleg götutíska fyrir Valentino sýninguna Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour