Körfubolti

Chris Paul fljótur að jafna sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Paul er klár í bátana.
Chris Paul er klár í bátana. vísir/getty
Það eru fimm vikur síðan Chris Paul, leikmaður LA Clippers, fór í aðgerð á þumalfingri og það tók hann ekki langan tíma að jafna sig.

Það var búist við því að hann myndi ekki spila aftur fyrr en átta vikum eftir aðgerðina en læknar segja að hann sé orðinn góður og megi æfa.

Það er því ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hann byrji að spila með Clippers strax um helgina.

Paul var að spila mjög vel áður en hann meiddist og var með flesta stolna bolta í deildinni eða 2,3 að meðaltali í leik. Hann var síðan í fjórða sæti á stoðsendingalistanum með 9,7 að meðaltali í leik.

Liðið er búið að vinna sex leiki og tapa sjö síðan hann fór í aðgerð. Clippers er búið að vinna 35 leiki í vetur og tapa 21.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×