Þessi breyting virkar einfaldlega þannig að í staðin fyrir að velja eina mynd til þess að deila með fylgjendum er hægt að velja nokkrar. Svo fletta notendur í albúminu. Allar myndirnar verða að vera ferhyrntar ef að þessi nýi eiginleiki á að vera nýttur.
Samkvæmt Instagram er einungis hægt að setja einn texta við myndirnar en hægt er að búast við að það muni breytast í framtíðinni.
Við tökum þessari breytingu fagnandi. Það er ekki lengur pressa á að velja eina mynd til þess að deila. Aftur á móti eykst tíminn sem eytt er á Instagram til muna.