Íslenskur Porsche akstur á vefsíðu Automobile Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 15:33 Á vefsíðu Automobile Magazine er nú grein um Icelandair flugmanninn Peter Lentz og upplifun hans af Íslandi en umfram allt gamlan Porsche 911 Carrera 4 bíl hans og hvernig hann notar hann hérlendis. Myndskeiðið er alls sex og hálf mínúta og þar fær Peter Lentz orðið. Hann segir frá því að hann hafi starfað sem flugmaður hjá Icelandair í 18 ár og hlakki til að fara í vinnuna hverju sinni. Hann hlakki þó enn meira til þeirra frídaga þar sem hann getur tekið Porsche 911 Carrera 4 bíl sinn til kostanna í landinu sem hann elskar og er svo fagurt og margbreytilegt. Peter langaði mikið til að eignast Porsche bíl og er mikill aðdáandi bæði Porsche 911 og hins gamla Porsche 924. Hann keypti þó þann eina loftkælda Porsche 911 sem hann fann hérlendis, en nýrri gerðir Porsche 911 er vatnskældir. Porsche 911 bíll Peter er af 964 módelgerðinni og er því af árgerðinni 1989 til 1994, en ekki kemur fram í myndskeiðinu af hvaða árgerð nákvæmlega hann er. Í myndskeiðinu er mest ekið um Nesjavallaveg, en einnig á flugbrautinni á Sandskeiði. Sjón er sögu ríkari, sem fyrr. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent
Á vefsíðu Automobile Magazine er nú grein um Icelandair flugmanninn Peter Lentz og upplifun hans af Íslandi en umfram allt gamlan Porsche 911 Carrera 4 bíl hans og hvernig hann notar hann hérlendis. Myndskeiðið er alls sex og hálf mínúta og þar fær Peter Lentz orðið. Hann segir frá því að hann hafi starfað sem flugmaður hjá Icelandair í 18 ár og hlakki til að fara í vinnuna hverju sinni. Hann hlakki þó enn meira til þeirra frídaga þar sem hann getur tekið Porsche 911 Carrera 4 bíl sinn til kostanna í landinu sem hann elskar og er svo fagurt og margbreytilegt. Peter langaði mikið til að eignast Porsche bíl og er mikill aðdáandi bæði Porsche 911 og hins gamla Porsche 924. Hann keypti þó þann eina loftkælda Porsche 911 sem hann fann hérlendis, en nýrri gerðir Porsche 911 er vatnskældir. Porsche 911 bíll Peter er af 964 módelgerðinni og er því af árgerðinni 1989 til 1994, en ekki kemur fram í myndskeiðinu af hvaða árgerð nákvæmlega hann er. Í myndskeiðinu er mest ekið um Nesjavallaveg, en einnig á flugbrautinni á Sandskeiði. Sjón er sögu ríkari, sem fyrr.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent