Fjórða bílgerð Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 10:01 Range Rover Velar. Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira