Tóti setti í túrbógírinn: „Hann var óaðfinnanlegur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 11:30 Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
"Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00
Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45