Markametið löngu fallið og samt eru tveir leikir eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2017 10:00 Radamel Falcao skoraði tvö í gær og hefði getað verið með þrennu því hann klúðraði líka víti. Vísir/Getty Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira