Samtök gyðinga sem ganga undir nafninu JCC, segja að 69 hótanir hafi borist gegn samfélagsmiðstöðum frá því í janúar. Þar af ellefu bara í gær. Þá voru rúmlega hundrað legsteinar skemmdir í kirkjugarði gyðinga í Missouri um helgina.
Hingað til hefur hann ekki tjáð sig mikið um málið og hefur Trump verið gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu gegn gyðingahatri. Í samtali við blamaðann MSNBC sagðist hann hinsvegar í dag nota hvert tækifæri sem honum gæfist til að fordæma gyðingahatur.
.@POTUS after a rash of threats/vandalism at Jewish institutions: "Anti-semitism is horrible and it's going to stop. It has to stop." pic.twitter.com/25Tj86iJI9
— Tom Namako (@TomNamako) February 21, 2017
David Posner frá JCC, segir að engan hafi sakað vegna hótananna sem hafa borist og líklega séu hafi þær verið í plati. Hins vegar hafi meðlimir samtakanna verulegar áhyggjur af kvötunum sem liggja að baki hótunum sem þessum.