Enn er margt á huldu um skattaskjólin Smári McCarthy skrifar 21. febrúar 2017 14:13 Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun