Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 13:15 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira