Það verður að segjast að þetta sé fyrsta spennandi línan frá Burberry í nokkur ár sem eru miklar gleðifréttir. Tískuhúsið er eitt það þekktasta frá Bretlandi og því mikilvægt að halda því vel gangandi.
Í vorlínunni má finna fullt af pífum, perlum og rómantískum sniðum. Ekki er mikið um liti en línan samanstendur einungis af svörtum, hvítum, kremuðum og silfurlitum. Við höfum valið okkar uppáhalds dress hér fyrir neðan.







