Brooklyn Beckham, sonur David og Victoria Beckham, er í einlægu viðtali í tímaritinu Wonderland. Þar afhjúpaði hann að meirihluta lífs síns hafi hann ekki vitað að foreldrar sínir væru frægir. Brooklyn er 17 ára í dag.
Hann lýsir stundinni í viðtalinu þegar hann fattaði það. Fjölskyldan var stödd á fótboltaleik og allt í einu fóru allir að hrópa nafn föðurs síns. Þessi uppgötvun kom honum virkilega á óvart.
Það verður að segjast að það er ansi vel gert að halda þessum fréttum leyndum svo lengi, enda eru David og Victoria Beckham líklega einar af frægustu stjörnum Bretlands.
