Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Randers töpuðu sínum fimmta leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni þegar þeir sóttu OB heim í kvöld. Lokatölur 3-0, OB í vil.
Eftir fína byrjun á tímabilinu hefur hallað undan fæti hjá Randers sem hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 5. sæti deildarinnar með 32 stig.
Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers sem hefur ekki haldið hreinu í síðustu sjö leikjum sínum.
Færeyingurinn Joan Simun Edmundsson kom Randers í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Rasmus Jönsson bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik og 3-0 sigur OB staðreynd.
Fimmta tap Randers í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn


Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
