Segir ráðherra hafa hótað deiluaðilum: „Maður var í raun og veru með byssu við höfuð sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:00 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08