Ofbeldi er val Helga Vala Helgadóttir skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Sá sem beitir ofbeldi hefur valið að beita aðra manneskju ofbeldi. Það er ekki eitthvað sem gerist. Þetta sést best á því að viðkomandi ofbeldismaður, já konur eru líka menn, beitir ekki alla í umhverfi sínu ofbeldi heldur þennan ákveðna einstakling sem fyrir barðinu verður og gildir það um hvers kyns ofbeldi, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt. Ofbeldið beinist ekki gegn öllum í umhverfi ofbeldismannsins heldur bara ákveðnum aðilum. Ofbeldi í nánum samböndum er skýrt dæmi um þetta val. Þar ákveður ofbeldismaðurinn augljóslega og markvisst að beita þann sem stendur honum næst ofbeldi og oftar en ekki ítrekað. Ofbeldismaðurinn ákveður á þessari stundu í þessum aðstæðum að beita þessa manneskju ofbeldi. Ekki aðra manneskju og ekki af því að eitthvað ákveðið gerðist, heldur einmitt af því að ofbeldismaðurinn velur að beita þessa manneskju ofbeldi. Oftar en ekki tengist þetta neyslu á hugbreytandi efnum eins og áfengi eða öðrum vímugjöfum en það er engin afsökun fyrir því að ofbeldinu er beitt, því eftir sem áður er þetta val ofbeldismannsins. Það er þess vegna sem við ættum að beina kröftum okkar að ofbeldismanninum og verðandi ofbeldismönnum. Kenna börnum, unglingum og fullorðnum að það sé val að beita ekki ofbeldi. Að við tökum meðvitaða ákvörðun um að dagurinn í dag, morgun og hinn verði án ofbeldis. Það að ofbeldismaðurinn velji að beita ofbeldi þennan dag gegn þessari manneskju en ekki hinni sýnir svo ekki verður um villst að beiting ofbeldis er val sem hægt er að komast hjá. Þú hefur valið!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun
Sá sem beitir ofbeldi hefur valið að beita aðra manneskju ofbeldi. Það er ekki eitthvað sem gerist. Þetta sést best á því að viðkomandi ofbeldismaður, já konur eru líka menn, beitir ekki alla í umhverfi sínu ofbeldi heldur þennan ákveðna einstakling sem fyrir barðinu verður og gildir það um hvers kyns ofbeldi, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt. Ofbeldið beinist ekki gegn öllum í umhverfi ofbeldismannsins heldur bara ákveðnum aðilum. Ofbeldi í nánum samböndum er skýrt dæmi um þetta val. Þar ákveður ofbeldismaðurinn augljóslega og markvisst að beita þann sem stendur honum næst ofbeldi og oftar en ekki ítrekað. Ofbeldismaðurinn ákveður á þessari stundu í þessum aðstæðum að beita þessa manneskju ofbeldi. Ekki aðra manneskju og ekki af því að eitthvað ákveðið gerðist, heldur einmitt af því að ofbeldismaðurinn velur að beita þessa manneskju ofbeldi. Oftar en ekki tengist þetta neyslu á hugbreytandi efnum eins og áfengi eða öðrum vímugjöfum en það er engin afsökun fyrir því að ofbeldinu er beitt, því eftir sem áður er þetta val ofbeldismannsins. Það er þess vegna sem við ættum að beina kröftum okkar að ofbeldismanninum og verðandi ofbeldismönnum. Kenna börnum, unglingum og fullorðnum að það sé val að beita ekki ofbeldi. Að við tökum meðvitaða ákvörðun um að dagurinn í dag, morgun og hinn verði án ofbeldis. Það að ofbeldismaðurinn velji að beita ofbeldi þennan dag gegn þessari manneskju en ekki hinni sýnir svo ekki verður um villst að beiting ofbeldis er val sem hægt er að komast hjá. Þú hefur valið!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun