Martin: Erum ekki að spila sem lið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2017 22:15 Israel Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur. vísir/ernir Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45