Logi Gunnarsson var vitanlega svekktur eftir tap Njarðvíkur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Þá varð ljóst að Njarðvík yrði ekki með í úrslitakeppni efstu deildar karla í fyrsta sinn síðan 1993.
„Ég spilaði mitt fyrsta tímabil með Njarðvík árið 1997 og síðan þá hef ég alltaf verið í að minnsta kosti í undanúrslitum og unnið marga titla þau ár sem ég hef verið með liðinu,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld.
„En svona er þetta bara. Þetta varð raunin í þetta árið. Við vorum í erfiðleikum í upphafi tímabilsnis og það kom í bakið á okkur núna. Þessu þurfum við bara að kyngja en það er erfitt.“
Logi segir að liðið hafi ekki hitt á góðan dag í Þorlákshöfn í kvöld. „Við hittum illa en vorum samt að fá fín skot. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur heldur.“
„En samt náðum við að jafna leikinn en þeir svöruðu með tveimur þriggja stiga skotum. Þá var þetta erfitt.“
Hann segist hafa liðið vel í leiknum, þrátt fyrir að hafa verið með þá Ólaf Helga og Majiec Baginski á móti sér allan leikinn.
„Ég var ekki að þröngva mér í nein skot og tók bara það sem mér bauðst. Svo reyndi ég bara að spila vörn á Carberry eins og ég gat og það gekk ágætlega. En það var ekki nóg í dag.“
Logi á sjálfur nóg eftir og kvíðir ekki framtíðinni í Njarðvík. „Þeir koma á færibandi úr yngri flokkunum, öflugir leikmenn og við munum byggja á því sem fyrr. Við kvíðum engu.“
Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér fyrir neðan.
Logi: Erfitt að kyngja þessu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti
Fleiri fréttir
