Nú er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta.
Deildarmeistarar KR mæta Þór Ak.
Stjarnan stal 2. sætinu af Tindastóli og mætir ÍR sem komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2011.
Stólarnir kljást við Keflvíkinga og Grindavík og Þór Þ. eigast við.
Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum:
KR (1.) - Þór Ak. (8.)
Stjarnan (2.) - ÍR (7.)
Tindastóll (3.) - Keflavík (6.)
Grindavík (4.) - Þór Þ. (5.)
