Taka þurfi ofbeldi í miðborginni fastari tökum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 17:40 Ofbeldi í miðborginni er viðvarandi, en óviðunandi, segir Helgi Gunnlaugsson. vísir/pjetur Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59