Renault Alaskan er ódýrari gerð Benz X-Class Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 13:31 Renault Alaskan í Genf. Renault sýnir nú þennan Alaskan pallbíl á bílasýningunni í Genf. Þessi pallbíll var þróaður af Renault-Nissan samstæðunni ásamt Mercedes Benz og það verður sami undirvagn undir þessum bíl og Mercedes Benz X-Class pallbílnum og Nissan Navara pallbílnum. Renault Alaskan verður í boði víðast hvar um heiminn, en þó ekki í Bandaríkjunum þar sem Renault selur ekki bíla þar. Þar sem enginn hefur verið svikinn af fjöðrun og almennt góðum aksturseiginleikum Nissan Navara er von á góðu með þennan Renault Alaskan pallbíl. Hann tekur auk þess ríflega tonn á pallinn og því því alvöru vinnuþjarkur, auk þess sem mjög þægilegt á að vera að aka honum á malbikinu í þéttbýli. Renault ætlar að bjóða Alaskan með 2,3 lítra dísilvél í Evrópu í 160 og 190 hestafla útgáfum og með annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Hann mun fást bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn og hægt verður að fá splittað drif. Þá verður hægt að fá Alaskan mjög vel búinn, en einnig sem fremur hráan og ódýran bíl.Hinn laglegasti pallbíll.Ágætis flutningsgeta með plasthús yfir pallinum.Þokkalegur að innan af pallbíl að vera. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent
Renault sýnir nú þennan Alaskan pallbíl á bílasýningunni í Genf. Þessi pallbíll var þróaður af Renault-Nissan samstæðunni ásamt Mercedes Benz og það verður sami undirvagn undir þessum bíl og Mercedes Benz X-Class pallbílnum og Nissan Navara pallbílnum. Renault Alaskan verður í boði víðast hvar um heiminn, en þó ekki í Bandaríkjunum þar sem Renault selur ekki bíla þar. Þar sem enginn hefur verið svikinn af fjöðrun og almennt góðum aksturseiginleikum Nissan Navara er von á góðu með þennan Renault Alaskan pallbíl. Hann tekur auk þess ríflega tonn á pallinn og því því alvöru vinnuþjarkur, auk þess sem mjög þægilegt á að vera að aka honum á malbikinu í þéttbýli. Renault ætlar að bjóða Alaskan með 2,3 lítra dísilvél í Evrópu í 160 og 190 hestafla útgáfum og með annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Hann mun fást bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn og hægt verður að fá splittað drif. Þá verður hægt að fá Alaskan mjög vel búinn, en einnig sem fremur hráan og ódýran bíl.Hinn laglegasti pallbíll.Ágætis flutningsgeta með plasthús yfir pallinum.Þokkalegur að innan af pallbíl að vera.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent