Fermetraverðið hæst í miðborginni en ódýrast í Vöngum í Hafnarfirði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 11:39 Fermetri í fjölbýli í miðborg Reykjavíkur kostaði að meðaltali 469 þúsund krónur í fyrra. Vísir/Valli Hæsta meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var í miðborg Reykjavíkur en það lægsta í Vöngum í Hafnarfirði. Fermetrinn kostaði þá að meðaltali 469 þúsund í miðborginni en 275 þúsund í hverfinu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Var því um rúmlega 70 prósenta verðmun að ræða milli dýrustu og ódýrustu íbúðanna í fjölbýli eða svipað og árið 2015. Þetta kemur í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans sem byggir á tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fermetraverð í miðborginni hafi verið um sjö prósentum hærra en í næstdýrasta hverfinu. „Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð,“ segir í samantektinni „Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar. Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.“ Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi eða um 25 prósent. Minnstu hækkanirnar voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt eitt prósent, og í Húsahverfi, um tæp tvö prósent. „Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks með tilliti til ferðakostnaðar til og frá vinnu.“ Húsnæðismál Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Hæsta meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var í miðborg Reykjavíkur en það lægsta í Vöngum í Hafnarfirði. Fermetrinn kostaði þá að meðaltali 469 þúsund í miðborginni en 275 þúsund í hverfinu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Var því um rúmlega 70 prósenta verðmun að ræða milli dýrustu og ódýrustu íbúðanna í fjölbýli eða svipað og árið 2015. Þetta kemur í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans sem byggir á tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fermetraverð í miðborginni hafi verið um sjö prósentum hærra en í næstdýrasta hverfinu. „Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð,“ segir í samantektinni „Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar. Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.“ Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi eða um 25 prósent. Minnstu hækkanirnar voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt eitt prósent, og í Húsahverfi, um tæp tvö prósent. „Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks með tilliti til ferðakostnaðar til og frá vinnu.“
Húsnæðismál Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira