Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Ritstjórn skrifar 8. mars 2017 19:00 Alexander Wang er á meðal hönnuða sem starfa með Adidas. Mynd/Skjáskot Gott gengi Adidas hefur skilað fyrirtækinu mesta hagnaði í sögu fyrirtækisins. Adidas er þýskt íþróttavörumerki sem stofnað var árið 1949. Samkvæmt ársskýrslu þeirra var árið 2016 sérstaklega gott. Ekki skrítið að það sé sérstaklega tekið fram enda fór hagnaður yfir einn milljarð evra, eða hækkaði um 14% frá árinu áður. Það virðist ekki sem að Adidas sé að hægja á sér á næstunni þar sem það heldur áfram að gefa út nýjungar sem og að starfa með stjörnum og hönnuðum, sem hefur vakið mikla lukku. Samkvæmt ársskýslunni er spáð fyrir um áframhaldandi vöxt næstu árin. Adidas framleiðir mikið af vinsælum strigaskóm og íþróttafötum sem eru seld um allan heim. Einnig starfar fyrirtækið með fólki á borð við Kanye West, Alexander Wang, Rita Ora, Yohji Yamamoto og fleirum. Adidas er einnig með samninga við heimsfrægt íþróttafólk. Mest lesið All Saints koma saman á ný Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Endurkoma gallajakkans Glamour Náttúrulegt og heilbrigt hár stóð uppúr á New York Fashion Week Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Bestu móment Brangelinu Glamour Stattu með taugakerfinu Glamour Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour
Gott gengi Adidas hefur skilað fyrirtækinu mesta hagnaði í sögu fyrirtækisins. Adidas er þýskt íþróttavörumerki sem stofnað var árið 1949. Samkvæmt ársskýrslu þeirra var árið 2016 sérstaklega gott. Ekki skrítið að það sé sérstaklega tekið fram enda fór hagnaður yfir einn milljarð evra, eða hækkaði um 14% frá árinu áður. Það virðist ekki sem að Adidas sé að hægja á sér á næstunni þar sem það heldur áfram að gefa út nýjungar sem og að starfa með stjörnum og hönnuðum, sem hefur vakið mikla lukku. Samkvæmt ársskýslunni er spáð fyrir um áframhaldandi vöxt næstu árin. Adidas framleiðir mikið af vinsælum strigaskóm og íþróttafötum sem eru seld um allan heim. Einnig starfar fyrirtækið með fólki á borð við Kanye West, Alexander Wang, Rita Ora, Yohji Yamamoto og fleirum. Adidas er einnig með samninga við heimsfrægt íþróttafólk.
Mest lesið All Saints koma saman á ný Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Endurkoma gallajakkans Glamour Náttúrulegt og heilbrigt hár stóð uppúr á New York Fashion Week Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Bestu móment Brangelinu Glamour Stattu með taugakerfinu Glamour Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour