"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 18:45 Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00