"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 18:45 Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00