Nennir ekki dómaratuði úr stúkunni og auglýsir formlega eftir stuðningi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 10:00 Hörður Axel vill sjá menn með kústa og fyndna hatta í stúkunni í úrslitakeppninni. vísir/ernir/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira