Ljónagryfjan stóð í ljósum Loga: „Fæ mér árskort í Njarðvík ef hann spilar til 45 ára aldurs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 15:00 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira