Fjögurra hurða sportbíll Benz í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 11:08 Mercedes Benz GT4 Concept verður á pöllunum í Genf í vikunni. Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent
Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent