Vandræði samherja Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Fjölmargir samstarfsmenn Donalds Trump, nýs Bandaríkjaforseta, hafa komið sér í klandur frá því Trump tók við embætti í janúar. Hefur klandur samstarfsmannanna orsakast ýmist af tengslum við Rússa, ósannsögli í fjölmiðlum eða notkun einkatölvupóstþjóns í opinberu starfi. Fréttablaðið tekur saman þau vandræði sem fimm nánir samstarfsmenn forsetans hafa komið sér í undanfarnar vikur.Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlafulltrúinnSean Spicer er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Á sínum fyrsta blaðamannafundi, skömmu eftir embættistöku forsetans, gerði Spicer mætingu á innsetningarathöfn forsetans að umfjöllunarefni sínu. „Þetta var mesti fjöldi áhorfenda sem hefur nokkru sinni fylgst með innsetningarathöfn. Hvort sem þú lítur til þeirra sem mættu á staðinn eða þeirra sem horfðu á útsendingu frá athöfninni,“ sagði Spicer á blaðamannafundinum. Ástæða ummæla Spicer var umfjöllum bandarískra fjölmiðla þar sem fjöldi á innsetningarathöfn forseta var borinn saman við þann fjölda sem mætti til að bera Barack Obama augum árið 2009. Ummæli Spicer voru hins vegar ósönn. Fleiri mættu á innsetningarathöfn Obama.Kellyanne Conway, ráðgjafi.Nordicphotos/AFPRáðgjafinnKellyanne Conway er ráðgjafi forsetans. Í upphafi febrúar var Conway í viðtali hjá Fox News. Hvatti hún þar áhorfendur til þess að kaupa vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, eftir að Nordstrom hafði tekið línuna úr sölu. Jafnt Demókratar sem fjölmiðlar gagnrýndu Conway fyrir athæfið en opinberum starfsmönnum er bannað með lögum að nota stöðu sína til að auglýsa vörur eða þjónustu. Um miðjan febrúarmánuð tóku umsjónarmenn þátta á bandarísku sjónvarpsstöðvunum CNN og MSNBC þá ákvörðun að fá Conway ekki lengur í viðtöl. Var það gert þar sem stjórnendum þykir hún óáreiðanlegur viðmælandi.Mike Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi.Nordicphotos/AFPÞjóðaröryggisráðgjafinnMike Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi forseta. Þann 22. janúar greindi Wall Street Journal frá því að Flynn sætti rannsókn leyniþjónustustofnana fyrir samskipti við sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak. Upplýsingum um símtöl Flynn við Kislyak var lekið til blaðsins og gagnrýndi Trump forseti lekann harðlega. Greint var frá því að Flynn hefði rætt við sendiherrann áður en hann tók við embætti og snerust samtölin um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Flynn sagði varaforsetanum Mike Pence síðan ósatt um samskiptin. Var hann í kjölfarið beðinn um að segja af sér og varð hann við þeirri ósk forseta.Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.Nordicphotos/AFPDómsmálaráðherrannJeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á miðvikudag birti Wall Street Journal frétt þar sem sagt var frá fundum Sessions með sama Kislyak og Flynn fundaði með. Áttu fundirnir sér stað þegar kosningabarátta Trump stóð yfir og meint afskipti Rússa af kosningunum eru talin hafa verið sem mest. Demókratar hafa í kjölfarið krafist afsagnar Sessions. Er það einkum þar sem þeir segja Sessions hafa sagt ósatt þegar hann mætti í yfirheyrslu fyrir nefnd öldungadeild þingsins áður enn hann var settur í embætti. Var Sessions þá spurður hvort einhver gögn sýni fram á að fólk úr framboði Trump hafi talað við rússnesk yfirvöld á meðan kosningabaráttu stóð. Sessions svaraði því að hann hafði verið kallaður staðgengill Trumps í kosningabaráttunni einu sinni eða tvisvar. Hann hafi hins vegar ekki átt samskipti við Rússa. Sessions var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningunni. Hann greindi frá því á fimmtudagskvöld að hann myndi ekki koma nálægt rannsókn Alríkislögreglu á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni.Mike Pence, varaforseti.Nordicphotos/AFPVaraforsetinnMike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. Indianapolis Star, dagblað frá Indiana-ríki, greindi frá því í gær að Pence hefði notað einkatölvupóstþjón þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Átti hann í samskiptum við heimavarnaryfirvöld. Þó er tekið fram í fréttinni að slíkt sé ekki ólöglegt. BBC greindi frá því í gær að Pence hafi verið sakaður um hræsni fyrir athæfið. Hann hafi gagnrýnt Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, harðlega fyrir að nota einkapóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Washington Post greindi frá muninum á máli Clinton og Pence í gær. Er þar sagt að þótt póstþjónn Clinton hafi ekki verið ólöglegur hafi hann brotið gegn hefðum. Enn fremur hafi Clinton eingöngu notað einkapóstþjón en ekki hafi verið sýnt fram á að Pence hafi gert slíkt hið sama.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Fjölmargir samstarfsmenn Donalds Trump, nýs Bandaríkjaforseta, hafa komið sér í klandur frá því Trump tók við embætti í janúar. Hefur klandur samstarfsmannanna orsakast ýmist af tengslum við Rússa, ósannsögli í fjölmiðlum eða notkun einkatölvupóstþjóns í opinberu starfi. Fréttablaðið tekur saman þau vandræði sem fimm nánir samstarfsmenn forsetans hafa komið sér í undanfarnar vikur.Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlafulltrúinnSean Spicer er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Á sínum fyrsta blaðamannafundi, skömmu eftir embættistöku forsetans, gerði Spicer mætingu á innsetningarathöfn forsetans að umfjöllunarefni sínu. „Þetta var mesti fjöldi áhorfenda sem hefur nokkru sinni fylgst með innsetningarathöfn. Hvort sem þú lítur til þeirra sem mættu á staðinn eða þeirra sem horfðu á útsendingu frá athöfninni,“ sagði Spicer á blaðamannafundinum. Ástæða ummæla Spicer var umfjöllum bandarískra fjölmiðla þar sem fjöldi á innsetningarathöfn forseta var borinn saman við þann fjölda sem mætti til að bera Barack Obama augum árið 2009. Ummæli Spicer voru hins vegar ósönn. Fleiri mættu á innsetningarathöfn Obama.Kellyanne Conway, ráðgjafi.Nordicphotos/AFPRáðgjafinnKellyanne Conway er ráðgjafi forsetans. Í upphafi febrúar var Conway í viðtali hjá Fox News. Hvatti hún þar áhorfendur til þess að kaupa vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, eftir að Nordstrom hafði tekið línuna úr sölu. Jafnt Demókratar sem fjölmiðlar gagnrýndu Conway fyrir athæfið en opinberum starfsmönnum er bannað með lögum að nota stöðu sína til að auglýsa vörur eða þjónustu. Um miðjan febrúarmánuð tóku umsjónarmenn þátta á bandarísku sjónvarpsstöðvunum CNN og MSNBC þá ákvörðun að fá Conway ekki lengur í viðtöl. Var það gert þar sem stjórnendum þykir hún óáreiðanlegur viðmælandi.Mike Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi.Nordicphotos/AFPÞjóðaröryggisráðgjafinnMike Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi forseta. Þann 22. janúar greindi Wall Street Journal frá því að Flynn sætti rannsókn leyniþjónustustofnana fyrir samskipti við sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak. Upplýsingum um símtöl Flynn við Kislyak var lekið til blaðsins og gagnrýndi Trump forseti lekann harðlega. Greint var frá því að Flynn hefði rætt við sendiherrann áður en hann tók við embætti og snerust samtölin um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Flynn sagði varaforsetanum Mike Pence síðan ósatt um samskiptin. Var hann í kjölfarið beðinn um að segja af sér og varð hann við þeirri ósk forseta.Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.Nordicphotos/AFPDómsmálaráðherrannJeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á miðvikudag birti Wall Street Journal frétt þar sem sagt var frá fundum Sessions með sama Kislyak og Flynn fundaði með. Áttu fundirnir sér stað þegar kosningabarátta Trump stóð yfir og meint afskipti Rússa af kosningunum eru talin hafa verið sem mest. Demókratar hafa í kjölfarið krafist afsagnar Sessions. Er það einkum þar sem þeir segja Sessions hafa sagt ósatt þegar hann mætti í yfirheyrslu fyrir nefnd öldungadeild þingsins áður enn hann var settur í embætti. Var Sessions þá spurður hvort einhver gögn sýni fram á að fólk úr framboði Trump hafi talað við rússnesk yfirvöld á meðan kosningabaráttu stóð. Sessions svaraði því að hann hafði verið kallaður staðgengill Trumps í kosningabaráttunni einu sinni eða tvisvar. Hann hafi hins vegar ekki átt samskipti við Rússa. Sessions var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningunni. Hann greindi frá því á fimmtudagskvöld að hann myndi ekki koma nálægt rannsókn Alríkislögreglu á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni.Mike Pence, varaforseti.Nordicphotos/AFPVaraforsetinnMike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. Indianapolis Star, dagblað frá Indiana-ríki, greindi frá því í gær að Pence hefði notað einkatölvupóstþjón þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Átti hann í samskiptum við heimavarnaryfirvöld. Þó er tekið fram í fréttinni að slíkt sé ekki ólöglegt. BBC greindi frá því í gær að Pence hafi verið sakaður um hræsni fyrir athæfið. Hann hafi gagnrýnt Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, harðlega fyrir að nota einkapóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Washington Post greindi frá muninum á máli Clinton og Pence í gær. Er þar sagt að þótt póstþjónn Clinton hafi ekki verið ólöglegur hafi hann brotið gegn hefðum. Enn fremur hafi Clinton eingöngu notað einkapóstþjón en ekki hafi verið sýnt fram á að Pence hafi gert slíkt hið sama.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira