Nýr forsetabíll Trump næstum tilbúinn Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 10:45 "The Beast" 2.0 er á lokastigi og fær brátt að þjóna Trump. Forsetabíll Obama var nefndur “The Beast” og því er kannski við hæfi að hér sé á ferðinni “The Beast 2.0”. Nýr forsetabíll Trump er svo til tilbúinn og smíðaður af General Motors og er lengdur Chevrolet Suburban. Þessi bíll í grunngerðinni er stærsti jeppinn sem fæst í Bandaríkjunum, en það er ekki nóg og því er hann lengdur. Hann er auk þess gríðarlega vel brynvarinn og á að þola skot úr sterkustu rifflum og handsprengjur. Þó að á myndinni af bílnum mætti telja að þar fari fólksbíll þá er það ekki svo, þetta er sannarlega jeppi og hátt er undir hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði hans, enda alls ekki ráðlegt að láta uppi hvernig hann er búinn. Auk alls brynvarnarbúnaðarins þá er bíllinn hátæknivæddur og á einnig að þola efnavopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum séu tveir pottar af blóði í blóðflokki Trump. Þegar Trump mun ferðast í þessum bíl verður annar nákvæmlega eins í för svo ekki sé vitað í hvorum bílnum forsetinn er og aðrir bílar í bílalestinni er Trump ferðast á "The Beast" eru einnig brynvarðir. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent
Forsetabíll Obama var nefndur “The Beast” og því er kannski við hæfi að hér sé á ferðinni “The Beast 2.0”. Nýr forsetabíll Trump er svo til tilbúinn og smíðaður af General Motors og er lengdur Chevrolet Suburban. Þessi bíll í grunngerðinni er stærsti jeppinn sem fæst í Bandaríkjunum, en það er ekki nóg og því er hann lengdur. Hann er auk þess gríðarlega vel brynvarinn og á að þola skot úr sterkustu rifflum og handsprengjur. Þó að á myndinni af bílnum mætti telja að þar fari fólksbíll þá er það ekki svo, þetta er sannarlega jeppi og hátt er undir hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði hans, enda alls ekki ráðlegt að láta uppi hvernig hann er búinn. Auk alls brynvarnarbúnaðarins þá er bíllinn hátæknivæddur og á einnig að þola efnavopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum séu tveir pottar af blóði í blóðflokki Trump. Þegar Trump mun ferðast í þessum bíl verður annar nákvæmlega eins í för svo ekki sé vitað í hvorum bílnum forsetinn er og aðrir bílar í bílalestinni er Trump ferðast á "The Beast" eru einnig brynvarðir.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent