Sjö manna VW Tiguan í Genf Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2017 09:40 Volkswagen Tiguan Allspace. Volkswagen Tiguan er nýkominn af nýrri kynslóð, en Volkswagen er nú þegar búið að framleiða lengri gerð hans, bíls sem tekur 7 manns í sæti og fær nafnið Allspace í endann. Hann verður sýndur á bílasýningunni í Genf, sem hefst í næstu viku. Volkswagen er þegar búið að sýna þennan bíl í Kína og í Bandaríkjunum. Þó svo að þarna sé komin lengri gerð Tiguan er hann samt 10 sentimetrum styttri en VW Touareg jeppinn. Afturhurðin á lengri gerð Tiguan er nokkru stærri en á styttri gerð bílsins og gefur fyrir vikið betri aðgang inní bílinn, ekki síst að þriðju sætaröðinni. Ein athygliverð breyting er á lengri gerðinni, en hann er með lengra húdd svo hlutföll bílsins virki réttari. Flestir myndu halda að framhluti bílsins væri nákvæmlega eins og á styttri gerðinni, en það hefur greinilega komið illa út og Volkswagen þurft að gera þessa mögnuðu breytingu á bílnum sem kostar vafalaust að auki meira. Fyrir þá sem hyggjast nota Tiguan á erfiðari vegum má fá betri varnir að framanverðu á lengri gerðinni, sem og brattara aðfallshorn til að glíma við ófærurnar. Lengri gerð Tiguan er 21,5 cm lengri en styttri gerðin og 11 cm lengra er á milli öxla hans. Ef þriðja sætaröðin er felld níður er gríðarstórt 1.920 lítra flutningsrými í bílnum. Alls verður hægt að velja um 6 vélargerðir í lengri Tiguan, sú öflugasta 237 hestöfl, en minnsta vélin er 1,4 lítra bensínvél, 148 hestafla. Hægt verður að fá bílinn bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn og er sá framhjóladrifni með minni gerðum vélanna, en sá fjórhjóladrifni með þeim stærri og þá fylgir líka sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu.Lagleg innrétting í Volkswagen Tiguan Allspace. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Volkswagen Tiguan er nýkominn af nýrri kynslóð, en Volkswagen er nú þegar búið að framleiða lengri gerð hans, bíls sem tekur 7 manns í sæti og fær nafnið Allspace í endann. Hann verður sýndur á bílasýningunni í Genf, sem hefst í næstu viku. Volkswagen er þegar búið að sýna þennan bíl í Kína og í Bandaríkjunum. Þó svo að þarna sé komin lengri gerð Tiguan er hann samt 10 sentimetrum styttri en VW Touareg jeppinn. Afturhurðin á lengri gerð Tiguan er nokkru stærri en á styttri gerð bílsins og gefur fyrir vikið betri aðgang inní bílinn, ekki síst að þriðju sætaröðinni. Ein athygliverð breyting er á lengri gerðinni, en hann er með lengra húdd svo hlutföll bílsins virki réttari. Flestir myndu halda að framhluti bílsins væri nákvæmlega eins og á styttri gerðinni, en það hefur greinilega komið illa út og Volkswagen þurft að gera þessa mögnuðu breytingu á bílnum sem kostar vafalaust að auki meira. Fyrir þá sem hyggjast nota Tiguan á erfiðari vegum má fá betri varnir að framanverðu á lengri gerðinni, sem og brattara aðfallshorn til að glíma við ófærurnar. Lengri gerð Tiguan er 21,5 cm lengri en styttri gerðin og 11 cm lengra er á milli öxla hans. Ef þriðja sætaröðin er felld níður er gríðarstórt 1.920 lítra flutningsrými í bílnum. Alls verður hægt að velja um 6 vélargerðir í lengri Tiguan, sú öflugasta 237 hestöfl, en minnsta vélin er 1,4 lítra bensínvél, 148 hestafla. Hægt verður að fá bílinn bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn og er sá framhjóladrifni með minni gerðum vélanna, en sá fjórhjóladrifni með þeim stærri og þá fylgir líka sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu.Lagleg innrétting í Volkswagen Tiguan Allspace.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent