Frelsi til sölu Stefán Máni skrifar 3. mars 2017 07:00 Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun