Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - ÍR 71-74 | ÍR vann Þór í Þorlákshöfn og það í spennuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2017 21:00 Matthías Orri Sigurðarson Vísir/Ernir ÍR vann frábæran sigur á Þór Þ., 74-71, í spennandi leik í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Þorlákshöfn og var frábær stemning í höllinni. Liðin skiptust á að leiða í leiknum en ÍR var sterkara liðið undir lokin. Liðin eru nú jöfn að stigum í deildinni og berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þau eru bæði með 20 stig. Tobin Carberry skoraði 27 stig fyrir Þór og Danero Thomas var með 21 stig fyrir ÍR. Matthías Orri gerði einnig 21 stig fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR? Gestirnir voru einhvern veginn bara harðari og virtust vilja þennan sigur meira undir lokin. Þórsarar tóku of oft rangar ákvarðanir og voru ekki almennilega tengdir. Bæði lið byrjuðu mjög illa sóknarlega og náðu sér í raun aldrei á strik á þeim enda vallarins. Það var sterkur varnarleikur sem vann þennan leik.Bestu menn vallarins Þegar varnarleikur er svona mikilvægur er gott að hafa mann undir körfunni sem tekur mörg fráköst. Það gerði Quincy Hankins-Cole en hann tók 16 fráköst og skoraði 14 stig. Annars var Danero Thomas mjög góður í liði ÍR og það sama má segja um Matthías Orra. Í liði Þórs var það Tobin Carberry sem var bestur og gerði hann 27 stig.Hvað gekk illa ? Sóknarleikurinn hjá báðum liðum var mjög dapur í allt kvöld og er það eitthvað sem bæði lið þurfa að skoða. Þórsarar þurfa að taka betri og skynsamari ákvarðanir og ÍR-ingar í raun líka.Þór Þ.-ÍR 71-74 (10-12, 24-16, 22-23, 15-23)Þór Þ.: Tobin Carberry 27/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Grétar Ingi Erlendsson 0, Sigurður Jónsson 0. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/7 fráköst, Danero Thomas 21/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/16 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 0/6 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Ólafur Barkarson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Dovydas Strasunskas 0, Daði Berg Grétarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0. Matthías: Erum að detta í úrslitakeppnisgír„Þetta var svakalegur leikur og rosalega harður varnarleikur,“ segir Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn. „Hvorugt liðið gat skorað hérna í fyrsta leikhluta og það var í raun lítið skorað allan leikinn. Bæði lið spiluðu fáránlega harða vörn og sem betur fer náðum við að komast aðeins yfir undir lokin og klára dæmið.“ Matthías segir að hann hafi vorkennt dómurum leiksins að hafa þurft að dæma í Þorlákshöfn í kvöld, leikurinn hafi verið það harður. „Þetta er bara fínt fyrir okkur. Við erum bara að detta í úrslitakeppnisgír með svona leikjum.“ Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR, var mætt á leikinn og létu heldur betur heyra í sér. „Þetta gerir svo ótrúlega mikið fyrir okkur. Við vorum bara á heimavelli og fundum það strax, um leið og við mættum inn á gólfið. Þeir eiga mikið hrós skilið.“ Borche: Bekkurinn kom sterkur inn„Við erum alveg hrikalega sáttir með þessi úrslit. Þetta varð erfiður leikur fyrir bæði lið og mjög spennandi,“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Bæði lið fundu fyrir pressu og því var þetta aldrei neitt sérstaklega fallegur leikur. Það var bara mikil spenna og andlega var þetta mjög erfiður og spennandi leikur. Við náðum góðu áhlaupi undir lokin og það skipti sköpum. Einnig fengum við frábært framlag frá varamannabekknum og ég er gríðarlega ánægður með liðið.“ Hann segist hafa reynt að hvíla menn á réttum tímapunkti undir lokin og hafa sem flesta sem ferskasta. „Ég vil bara óska Þórsurum góðs gengis í næstu leikjum. Með þessum sigri erum við bara mjög nálægt því að komast í úrslitakeppnina en við þurfum að halda þessu áfram.“ Einar Árni: Það sást vel að mikið var undir„Ég er gríðarlega vonsvikinn með þessi úrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir tapið í kvöld. „Það var bara mikið undir í kvöld og það sást á leiknum. Heilt yfir vorum við góðir varnarlega í fyrri hálfleiknum en vandinn varnarlega í leiknum var að þeir náðu í of mörg sóknarfráköst.“ Einar segir að liðið hafi náð ágætu forystu í upphafi síðari hálfleiksins en hún hafi horfið allt of hratt. „Þetta var síðan bara járn í járn í restina og því miður datt þetta þeirra megin. Við þurfum mjög líklega að ná í tvö stig úr þessum tveimur síðustu leikjum til að komast í úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á Þór Þ., 74-71, í spennandi leik í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Þorlákshöfn og var frábær stemning í höllinni. Liðin skiptust á að leiða í leiknum en ÍR var sterkara liðið undir lokin. Liðin eru nú jöfn að stigum í deildinni og berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þau eru bæði með 20 stig. Tobin Carberry skoraði 27 stig fyrir Þór og Danero Thomas var með 21 stig fyrir ÍR. Matthías Orri gerði einnig 21 stig fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR? Gestirnir voru einhvern veginn bara harðari og virtust vilja þennan sigur meira undir lokin. Þórsarar tóku of oft rangar ákvarðanir og voru ekki almennilega tengdir. Bæði lið byrjuðu mjög illa sóknarlega og náðu sér í raun aldrei á strik á þeim enda vallarins. Það var sterkur varnarleikur sem vann þennan leik.Bestu menn vallarins Þegar varnarleikur er svona mikilvægur er gott að hafa mann undir körfunni sem tekur mörg fráköst. Það gerði Quincy Hankins-Cole en hann tók 16 fráköst og skoraði 14 stig. Annars var Danero Thomas mjög góður í liði ÍR og það sama má segja um Matthías Orra. Í liði Þórs var það Tobin Carberry sem var bestur og gerði hann 27 stig.Hvað gekk illa ? Sóknarleikurinn hjá báðum liðum var mjög dapur í allt kvöld og er það eitthvað sem bæði lið þurfa að skoða. Þórsarar þurfa að taka betri og skynsamari ákvarðanir og ÍR-ingar í raun líka.Þór Þ.-ÍR 71-74 (10-12, 24-16, 22-23, 15-23)Þór Þ.: Tobin Carberry 27/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Grétar Ingi Erlendsson 0, Sigurður Jónsson 0. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/7 fráköst, Danero Thomas 21/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/16 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 0/6 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Ólafur Barkarson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Dovydas Strasunskas 0, Daði Berg Grétarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0. Matthías: Erum að detta í úrslitakeppnisgír„Þetta var svakalegur leikur og rosalega harður varnarleikur,“ segir Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn. „Hvorugt liðið gat skorað hérna í fyrsta leikhluta og það var í raun lítið skorað allan leikinn. Bæði lið spiluðu fáránlega harða vörn og sem betur fer náðum við að komast aðeins yfir undir lokin og klára dæmið.“ Matthías segir að hann hafi vorkennt dómurum leiksins að hafa þurft að dæma í Þorlákshöfn í kvöld, leikurinn hafi verið það harður. „Þetta er bara fínt fyrir okkur. Við erum bara að detta í úrslitakeppnisgír með svona leikjum.“ Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR, var mætt á leikinn og létu heldur betur heyra í sér. „Þetta gerir svo ótrúlega mikið fyrir okkur. Við vorum bara á heimavelli og fundum það strax, um leið og við mættum inn á gólfið. Þeir eiga mikið hrós skilið.“ Borche: Bekkurinn kom sterkur inn„Við erum alveg hrikalega sáttir með þessi úrslit. Þetta varð erfiður leikur fyrir bæði lið og mjög spennandi,“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Bæði lið fundu fyrir pressu og því var þetta aldrei neitt sérstaklega fallegur leikur. Það var bara mikil spenna og andlega var þetta mjög erfiður og spennandi leikur. Við náðum góðu áhlaupi undir lokin og það skipti sköpum. Einnig fengum við frábært framlag frá varamannabekknum og ég er gríðarlega ánægður með liðið.“ Hann segist hafa reynt að hvíla menn á réttum tímapunkti undir lokin og hafa sem flesta sem ferskasta. „Ég vil bara óska Þórsurum góðs gengis í næstu leikjum. Með þessum sigri erum við bara mjög nálægt því að komast í úrslitakeppnina en við þurfum að halda þessu áfram.“ Einar Árni: Það sást vel að mikið var undir„Ég er gríðarlega vonsvikinn með þessi úrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir tapið í kvöld. „Það var bara mikið undir í kvöld og það sást á leiknum. Heilt yfir vorum við góðir varnarlega í fyrri hálfleiknum en vandinn varnarlega í leiknum var að þeir náðu í of mörg sóknarfráköst.“ Einar segir að liðið hafi náð ágætu forystu í upphafi síðari hálfleiksins en hún hafi horfið allt of hratt. „Þetta var síðan bara járn í járn í restina og því miður datt þetta þeirra megin. Við þurfum mjög líklega að ná í tvö stig úr þessum tveimur síðustu leikjum til að komast í úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira