Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 21:45 Jón Arnór Stefánsson skoraði 16 stig í kvöld. Vísir/Anton Íslandsmeistarar KR halda efsta sætinu í Domino´s-deild karla í körfubolta eftir nauman sigur á Keflavík, 82-80, í 20. umferð deildarinnar á heimavelli sínum í vesturbænum í kvöld. Það stefndi allt í nokkuð öruggan sigur KR-inga en þeir voru með ellefu stiga forskot, 76-65, þegar fimm mínútur voru eftir. Keflvíkingar gáfust ekki upp og hefðu getað komist einu stigi yfir þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Guðmundur Jónsson brenndi þá af þriggja stiga skoti. KR kláraði leikinn á endanum þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna sem fengu 13 sekúndubrot í lokin til að taka lokaskotið og vinna leikinn en það reyndist ekki nægur tími. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum fyrir KR og skoraði 26 stig en hann hitti úr sjö þriggja stiga skotum í tólf tilraunum. P.J. Alawoya skoraði 20 stig fyrir KR og tók tólf fráköst og Jón Arnór Stefánsson skoraði 16 stig. Hjá Keflavík var Amin Stevens stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók 16 fráköst en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 18 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Landsliðsleikstjórnandinn grátlega nálægt þrennu.KR-Keflavík 82-80 (23-21, 24-17, 22-20, 13-22)KR: Brynjar Þór Björnsson 26, Philip Alawoya 20/12 fráköst/3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 8, Darri Hilmarsson 8/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/14 fráköst/7 stoðsendingar.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/16 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/8 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14, Reggie Dupree 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 3, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst.Af hverju vann KR? Meistararnir voru búnir að byggja sér upp nægt forskot til að hanga á þessu undir lokin en ekki mátti miklu muna að illa færi. Eins og svo oft áður að leiktíðinni var liðið að spila vel framan af en vantaði kraft til að drepa leikinn. Keflvíkingar fengu tækifæri til að komast fyrr inn í leikinn og hafa meira svigrúm til mistaka á lokamínútunum en þeir hittu lítið fyrr en Stevens og Hörður Axel tóku af skarið alveg undir lokin. KR bauð upp í dans en Keflvíkingar voru ekki alveg til í valsinn. KR byggði upp forskotið með að halda Steven niðri en bandaríski miðherjinn komst í gírinn sóknarlega undir lokin. Svo er auðvelt að benda á skotsýningu Brynjars Þór Björnssonar sem lagði grunninn að þessu fyrir KR.Bestu menn vallarins? Brynjar Þór Björnsson var geggjaður mest allan leikinn en hann hitti úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum, þar af setti hann einn flautuþrist undir lok fyrri hálfleiks. Brynjar er illviðráðanlegur þegar hann er í þessum ham. Philip Alawoya dró líka vagninn sóknarlega með 20 stigum og átta sóknarfráköstum sem gáfu KR oft annað og þriðja tækifæri til að bæta við stigum. Amin Stevens og Hörður Axel báru af hjá Keflavík eins og svo oft áður en Hörður skoraði 18 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er að spila mjög vel sóknarlega í síðustu leikjum og setja niður stór skot.Tölfræði sem vakti athygli? Fyrir utan það að Brynjar Þór hitti úr sjö af fyrstu níu skotunum sínum var frákastabaráttan líka áhugaverð en KR tók í heildina 17 sóknarfráköst á móti sjö og vann frákastabaráttuna í heild sinni 48-38.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa á lokasprettinum. Keflavík gat komist fyrr inn í leikinn en klikkaði á opnum skotum á meðan KR fékk nóg af tækifærum en gat varla keypt sér körfu síðustu tvær mínúturnar. Áhorfendum á pöllunum gekk líka illa að vera stuðningsmenn. Stemningin í þessum stórleik var sama og engin og mátti heyra saumnál detta á milli þess sem fólk klappaði kurteislega fyrir þriggja stiga skotum Brynjars Þór og fleiri tilþrifum inni á vellinum.Brynjar Þór: Var ekki að fara að berja hann Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, bauð upp á skotsýningu framan af leik í kvöld en hann skoraði úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotunum sínum. „Mér leið ágætlega fyrir leikinn,“ sagði hann við Vísi í leikslok. „Ég var búinn að vera ógeðslega stífur í vikunni. Ég tók eina hnébeygju á mánudaginn og leið eins og gömlum manni í þrjá daga en ég var ágætur í dag.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ótrúlega skytta dettur í svona ham. „Þegar maður fær einn opinn þrist þá líður menn ágætlega en annars líður mér alltaf vel þegar ég skýt boltanum. Mér leið ekkert alltof vel fyrir leikinn en stundum hittir maður betur ef maður er ekki með of miklar væntingar,“ sagði Brynjar Þór sem er ósáttur við að hleypa Keflavík inn í leikinn. „Fjórði leikhlutinn hefur verið akkilesarhæll okkar í vetur. Við verðum alltaf svolítið staðir og horfum of mikið á Jón og Pavel og mig í staðinn fyrir að hlaupa kerfin okkar af krafti. Við þurfum að ræða þetta og bæta. Þetta er búið að gerast það oft eftir áramót að við verðum að nýta okkur þessa bjöllu sem er að hringja.“ Brynjar fékk tæknivillu undir lokin fyrir að öskra á Guðmund Jónsson sem hrinti honum í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar lendir í svona atviki á móti Keflavík. „Við vorum dottnir í smá glímu þarna og ég spurði bara hvaða rugl þetta væri. Það má aðeins leyfa mönnum að pústa meira en er gert. Ég var augljóslega ekkert að fara að berja hann. Ég var bara aðeins að láta hann heyra það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.Finnur Freyr: Auðvitað er ég pirraður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gat varla fagnað sigrinum í kvöld hann var svo pirraður yfir því hvernig hans menn hleyptu Keflavík inn í leikinn í fjórða leikhluta. „Mér fannst við spila prýðilega fyrstu 27-28 mínútur leiksins. Við hleypum þeim aðeins inn í þetta undir lok þriðja en svo tökum við aftur völdin í fjórða leikhluta,“ sagði Finnur Freyr við Vísi eftir leik. „Hörður Axel og Stevens setja stór skot fyrir Keflavík en mér fannst við varla geta hitt úr skoti undir lokin. Það voru allir að fá góð færi og taka skot sem þeir vanalega setja niður. Það vantaði bara smá töffaraskap í okkur og vilja til að drepa leikinn.“ KR-liðið er á toppnum í deildinni og á deildarmeistaratitilinn vísan þrátt fyrir að hafa ekki spilað nema í þriðja gír nánast allt tímabilið. „Ég geri kröfur á mína menn. Við leggjum mikið á okkur til að vera á þeim stað sem við erum. Það eru líka gerðar miklar kröfur til okkar og stundu er erfitt að lifa undir þeim,“ sagði Finnur. „Þetta er búið að gerast í svo ógeðslega mörgum leikjum þannig auðvitað fer þetta í taugarnar á mér. Við erum alltaf að hleypa liðum inn í leikina aftur og aftur.“ „Ég nenni samt ekki neinu afsökunum. Það er margt sem við þurfum að skoða en þegar uppi er staðið þurfum við bara að leggja spilin á borðið í úrslitakeppninni. Við verðum að vona að þessi spilamennska sé bara nóg eða þá að við mætum til leiks,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Friðrik Ingi: Verðum að nýta þetta tap Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekkert brjálaður í leikslok enda gerðu hans menn vel í að reyna að stela stigunu í kvöld. Hann vildi auðvitað sjá sigur en viðurkennir styrk KR-liðsins. „KR-liðið er með hæfileikamenn sem geta leyst ýmsar stöður og skorað körfur í öllum regnbogans litum. Það gaf þeim tækifæri á að halda forskotinu. Þeir voru að setja allskonar skot niður, stundum með menn í andlitinu,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leikinn. „Við vorum alls ekki að spila fullkominn leik eða neitt í þeim dúr. Spilandi á þessum velli þarftu samt að eiga frábæran leik og passa boltann vel. Það má ekki tapa honum á erfiðum stöðum.“ Keflavíkurþjálfarinn var svekktur með færanýtinguna undir lokin þegar gestirnir fengu nokkra sénsa til að komast inn í þetta enn frekar og jafnvel komast yfir. „Mér fannst stundum við í sókninni geta gert mun betur. Það voru sóknir þar sem við áttum að gera betur,“ sagði Friðrik Ingi sem var að tapa sínum fyrsta leik sem þjálfari Keflavíkur. „Vonandi getum við bara lært af þessu tapi og það geri eitthvað fyrir okkur. Okkur líður ágætlega að ákveðnu leyti með okkar frammistöðu þó alvöru keppnismenn megi auðvitað vera hundfúlir í smá tíma,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR halda efsta sætinu í Domino´s-deild karla í körfubolta eftir nauman sigur á Keflavík, 82-80, í 20. umferð deildarinnar á heimavelli sínum í vesturbænum í kvöld. Það stefndi allt í nokkuð öruggan sigur KR-inga en þeir voru með ellefu stiga forskot, 76-65, þegar fimm mínútur voru eftir. Keflvíkingar gáfust ekki upp og hefðu getað komist einu stigi yfir þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Guðmundur Jónsson brenndi þá af þriggja stiga skoti. KR kláraði leikinn á endanum þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna sem fengu 13 sekúndubrot í lokin til að taka lokaskotið og vinna leikinn en það reyndist ekki nægur tími. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum fyrir KR og skoraði 26 stig en hann hitti úr sjö þriggja stiga skotum í tólf tilraunum. P.J. Alawoya skoraði 20 stig fyrir KR og tók tólf fráköst og Jón Arnór Stefánsson skoraði 16 stig. Hjá Keflavík var Amin Stevens stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók 16 fráköst en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 18 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Landsliðsleikstjórnandinn grátlega nálægt þrennu.KR-Keflavík 82-80 (23-21, 24-17, 22-20, 13-22)KR: Brynjar Þór Björnsson 26, Philip Alawoya 20/12 fráköst/3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 8, Darri Hilmarsson 8/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/14 fráköst/7 stoðsendingar.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/16 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/8 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14, Reggie Dupree 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 3, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst.Af hverju vann KR? Meistararnir voru búnir að byggja sér upp nægt forskot til að hanga á þessu undir lokin en ekki mátti miklu muna að illa færi. Eins og svo oft áður að leiktíðinni var liðið að spila vel framan af en vantaði kraft til að drepa leikinn. Keflvíkingar fengu tækifæri til að komast fyrr inn í leikinn og hafa meira svigrúm til mistaka á lokamínútunum en þeir hittu lítið fyrr en Stevens og Hörður Axel tóku af skarið alveg undir lokin. KR bauð upp í dans en Keflvíkingar voru ekki alveg til í valsinn. KR byggði upp forskotið með að halda Steven niðri en bandaríski miðherjinn komst í gírinn sóknarlega undir lokin. Svo er auðvelt að benda á skotsýningu Brynjars Þór Björnssonar sem lagði grunninn að þessu fyrir KR.Bestu menn vallarins? Brynjar Þór Björnsson var geggjaður mest allan leikinn en hann hitti úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum, þar af setti hann einn flautuþrist undir lok fyrri hálfleiks. Brynjar er illviðráðanlegur þegar hann er í þessum ham. Philip Alawoya dró líka vagninn sóknarlega með 20 stigum og átta sóknarfráköstum sem gáfu KR oft annað og þriðja tækifæri til að bæta við stigum. Amin Stevens og Hörður Axel báru af hjá Keflavík eins og svo oft áður en Hörður skoraði 18 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er að spila mjög vel sóknarlega í síðustu leikjum og setja niður stór skot.Tölfræði sem vakti athygli? Fyrir utan það að Brynjar Þór hitti úr sjö af fyrstu níu skotunum sínum var frákastabaráttan líka áhugaverð en KR tók í heildina 17 sóknarfráköst á móti sjö og vann frákastabaráttuna í heild sinni 48-38.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa á lokasprettinum. Keflavík gat komist fyrr inn í leikinn en klikkaði á opnum skotum á meðan KR fékk nóg af tækifærum en gat varla keypt sér körfu síðustu tvær mínúturnar. Áhorfendum á pöllunum gekk líka illa að vera stuðningsmenn. Stemningin í þessum stórleik var sama og engin og mátti heyra saumnál detta á milli þess sem fólk klappaði kurteislega fyrir þriggja stiga skotum Brynjars Þór og fleiri tilþrifum inni á vellinum.Brynjar Þór: Var ekki að fara að berja hann Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, bauð upp á skotsýningu framan af leik í kvöld en hann skoraði úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotunum sínum. „Mér leið ágætlega fyrir leikinn,“ sagði hann við Vísi í leikslok. „Ég var búinn að vera ógeðslega stífur í vikunni. Ég tók eina hnébeygju á mánudaginn og leið eins og gömlum manni í þrjá daga en ég var ágætur í dag.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ótrúlega skytta dettur í svona ham. „Þegar maður fær einn opinn þrist þá líður menn ágætlega en annars líður mér alltaf vel þegar ég skýt boltanum. Mér leið ekkert alltof vel fyrir leikinn en stundum hittir maður betur ef maður er ekki með of miklar væntingar,“ sagði Brynjar Þór sem er ósáttur við að hleypa Keflavík inn í leikinn. „Fjórði leikhlutinn hefur verið akkilesarhæll okkar í vetur. Við verðum alltaf svolítið staðir og horfum of mikið á Jón og Pavel og mig í staðinn fyrir að hlaupa kerfin okkar af krafti. Við þurfum að ræða þetta og bæta. Þetta er búið að gerast það oft eftir áramót að við verðum að nýta okkur þessa bjöllu sem er að hringja.“ Brynjar fékk tæknivillu undir lokin fyrir að öskra á Guðmund Jónsson sem hrinti honum í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar lendir í svona atviki á móti Keflavík. „Við vorum dottnir í smá glímu þarna og ég spurði bara hvaða rugl þetta væri. Það má aðeins leyfa mönnum að pústa meira en er gert. Ég var augljóslega ekkert að fara að berja hann. Ég var bara aðeins að láta hann heyra það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.Finnur Freyr: Auðvitað er ég pirraður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gat varla fagnað sigrinum í kvöld hann var svo pirraður yfir því hvernig hans menn hleyptu Keflavík inn í leikinn í fjórða leikhluta. „Mér fannst við spila prýðilega fyrstu 27-28 mínútur leiksins. Við hleypum þeim aðeins inn í þetta undir lok þriðja en svo tökum við aftur völdin í fjórða leikhluta,“ sagði Finnur Freyr við Vísi eftir leik. „Hörður Axel og Stevens setja stór skot fyrir Keflavík en mér fannst við varla geta hitt úr skoti undir lokin. Það voru allir að fá góð færi og taka skot sem þeir vanalega setja niður. Það vantaði bara smá töffaraskap í okkur og vilja til að drepa leikinn.“ KR-liðið er á toppnum í deildinni og á deildarmeistaratitilinn vísan þrátt fyrir að hafa ekki spilað nema í þriðja gír nánast allt tímabilið. „Ég geri kröfur á mína menn. Við leggjum mikið á okkur til að vera á þeim stað sem við erum. Það eru líka gerðar miklar kröfur til okkar og stundu er erfitt að lifa undir þeim,“ sagði Finnur. „Þetta er búið að gerast í svo ógeðslega mörgum leikjum þannig auðvitað fer þetta í taugarnar á mér. Við erum alltaf að hleypa liðum inn í leikina aftur og aftur.“ „Ég nenni samt ekki neinu afsökunum. Það er margt sem við þurfum að skoða en þegar uppi er staðið þurfum við bara að leggja spilin á borðið í úrslitakeppninni. Við verðum að vona að þessi spilamennska sé bara nóg eða þá að við mætum til leiks,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Friðrik Ingi: Verðum að nýta þetta tap Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekkert brjálaður í leikslok enda gerðu hans menn vel í að reyna að stela stigunu í kvöld. Hann vildi auðvitað sjá sigur en viðurkennir styrk KR-liðsins. „KR-liðið er með hæfileikamenn sem geta leyst ýmsar stöður og skorað körfur í öllum regnbogans litum. Það gaf þeim tækifæri á að halda forskotinu. Þeir voru að setja allskonar skot niður, stundum með menn í andlitinu,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leikinn. „Við vorum alls ekki að spila fullkominn leik eða neitt í þeim dúr. Spilandi á þessum velli þarftu samt að eiga frábæran leik og passa boltann vel. Það má ekki tapa honum á erfiðum stöðum.“ Keflavíkurþjálfarinn var svekktur með færanýtinguna undir lokin þegar gestirnir fengu nokkra sénsa til að komast inn í þetta enn frekar og jafnvel komast yfir. „Mér fannst stundum við í sókninni geta gert mun betur. Það voru sóknir þar sem við áttum að gera betur,“ sagði Friðrik Ingi sem var að tapa sínum fyrsta leik sem þjálfari Keflavíkur. „Vonandi getum við bara lært af þessu tapi og það geri eitthvað fyrir okkur. Okkur líður ágætlega að ákveðnu leyti með okkar frammistöðu þó alvöru keppnismenn megi auðvitað vera hundfúlir í smá tíma,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira