Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 12:30 „Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
„Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti