Mannætusagan Ögmundur Jónasson skrifar 2. mars 2017 07:00 Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar