RB Leipzig tapaði stórt fyrir Werder Bremen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Leipzig varð þar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið í öðru sæti deildinnar en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.
Werder Bremen var fyrir umferðina í 15. sæti og því verða þetta að teljast nokkuð óvænt úrslit en Bremen vann 3-0.
Alfreð Finnbogason var sem fyrr ekki með Augsburg vegna meiðsla en Augsburg gerði 1-1 jafntefli við Freiburg á heimavelli í dag.
Úrslit dagsins:
Wolfsburg - Darmstadt 98 1-0
Köln - Hertha BSC 4-2
Augsburg - Freiburg 1-1
Werder Bremen - RB Leipzig 3-0
Hoffenheim - Bayer Leverkusen 1-0
RB Leipzig steinlá á heimavelli
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
